Hvítabirnir ráðast gegn hver öðrum sökum hungurs

Reuters

Bráðnun íssins á Norðurskautinu er hraðari er vísindamenn höfðu áætlað. Þetta hefur ekki síst áhrif á hvítabirni sem misst hafa heimkynni sín og ráðast nú hver gegn öðrum sökum hungurs. Frá þessu er greint á CNN.

„Bráðnun íssins á Norðurskautinu hefur skelfileg áhrif á hvítabirna,“ segir Kassie Siegel, starfsmaður hjá Miðstöð líffræðilegs fjölbreytileika (Center for Biological Diversity). „Birnirnir eru háðir ísnum hvað allar grunnþarfir þeirra varðar. Þegar ísinn bráðnar og hverfur hefur það þau áhrif að birnirnir svelta, drukkna og neyðast til þess að ráðast hver gegn öðrum og éta sökum þess að þeir hafa ekki aðgang að sínum venjulegu matarkistum.“

Ný skýrsla sýnir að ísmagnið á Norðurskautinu er í sögulegu lágmarki. „Þetta er tvímælalaust mjög vond skýrsla. Við sjáum að ísmagnið er 30% minna en í venjulegu ári,“ segir Walt Meier, vísindamaður hjá National Snow and Ice Data Center (Bandarísku snjó og ís upplýsingamiðstöðinni).

Vísindamenn hafa fylgst með ísnum sl. fimmtíu ár með aðstoð gervihnatta. Sjávarlíffræðingar og veðurfræðingar telja að þær breytingar sem orðið hafa á ísbreiðunum á síðustu áratugum ógnvænlegar. 

Ísinn á Norðurskautinu hjálpar til við að  stilla og tempra loftslagið víða í heiminum. Því minni ís sem eftir er á Norðurskautinu því afdrifaríkari áhrif getur það haft annars staðar í heiminum. Ísbreiðurnar endurkasta sólargeislana og hjálpar þannig til við að kæla jörðina. Þegar ísinn bráðnar myndast stækki dökkir fletir á jörðinni og vatnsyfirborðið dregur til sín hitann í stað þess að varpa honum frá sér. 

Myndskeið CNN

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert