Vilji Íslendingar stíga fæti á elsta berggrunn jarðarinnar þurfa þeir að leggja leið sína að austurbakka Hudson flóa í Quebec í Kanada. Sá hluti jarðskorpunnar er talinn vera allt að 4,28 milljarða ára gamall.
Glöggir lesendur vita sjálfsagt að jörðin sjálf er reyndar áætluð u.þ.b. 4,6 milljarða ára gömul , en stærstur hluti yfirborðs hennar hefur molnað og endurnýjast vegna jarðflekanna sem eru á sífelldri hreyfingu eins og Íslendingar þekkja af eigin raun.
Fram kemur hinsvegar í tímaritinu Science að vísindamenn frá háskólanum í Montreal og við Carnegie stofnunina í Washington, sem hafa unnið að aldursgreiningu bergsins við Hudson Bay telji að það sé á bilinu 3,8-4,28 milljarða ára gamalt og þar með eldra en berggrunnurinn við Acasta Gneiss sem áður var talinn sá elsti í heimi. Hann er 4,3 milljarða ára gamall.