Elsti hluti jarðar í Quebec

Vilji Íslend­ing­ar stíga fæti á elsta berg­grunn jarðar­inn­ar þurfa þeir að leggja leið sína að aust­ur­bakka Hudson flóa í Qu­e­bec í Kan­ada. Sá hluti jarðskorp­unn­ar er tal­inn vera allt að 4,28 millj­arða ára gam­all.

Glögg­ir les­end­ur vita sjálfsagt að jörðin sjálf er reynd­ar áætluð u.þ.b. 4,6 millj­arða ára göm­ul , en stærst­ur hluti yf­ir­borðs henn­ar hef­ur molnað og end­ur­nýj­ast vegna jarðflek­anna sem eru á sí­felldri hreyf­ingu eins og Íslend­ing­ar þekkja af eig­in raun.

Fram kem­ur hins­veg­ar í tíma­rit­inu Science að vís­inda­menn frá há­skól­an­um í Montreal og við Car­negie stofn­un­ina í Washingt­on, sem hafa unnið að ald­urs­grein­ingu bergs­ins við Hudson Bay telji að það sé á bil­inu 3,8-4,28 millj­arða ára gam­alt og þar með eldra en berg­grunn­ur­inn við Acasta Gneiss sem áður var tal­inn sá elsti í heimi. Hann er 4,3 millj­arða ára gam­all.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert