Milljónir grænna starfa

Jarðvarmi er meðal grænu atvinnugreinanna
Jarðvarmi er meðal grænu atvinnugreinanna Kristján Kristjánsson

Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að ný störf sem byggist á þróun umhverfisvænna orkugjafa muni skipta milljónum á næstu áratugum.

Yfir ein milljón manna vinni þegar að framleiðslu lífræns eldsneytis en skv. skýrslunni gæti sú tala verið komin upp í 12 milljónir árið 2030. Þetta kemur fram á vef BBC.

„Grænu störfin“ muni fyrst og fremst grundvallast á þróuninni úr olíu og gasi yfir í vind, sólar og jarðhitaorku. Ný störf gætu einnig orðið til í kringum endurvinnslu og gerð umhverfisvænna ökutækja. Skýrslan nefnist „Green Jobs: Towards Decent Work in a Sustaniable, Low-Carbon World“ og var unnin af umhverfisáætlun SÞ (Unep).

Achim Steiner, framkvæmdastjóri Unep, sagði að ef heimsbyggðin skipti ekki yfir í umhverfisvæna orkugjafa myndi hún missa af góðu tækifæri til sköpunar nýrra starfa. Þegar til lengri tíma væri litið myndi slík breyting stuðla að bættum efnahag þjóða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert