Afi og amma mikilvæg

Systurnar Katrín og Aníta með afa sínum og ömmu Gunnlaugi …
Systurnar Katrín og Aníta með afa sínum og ömmu Gunnlaugi og Hjördísi Briem mbl.is/Árni Sæberg

Sam­band ungra barna við afa sína og ömm­ur hef­ur mjög hvetj­andi áhrif á þroska barna sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­ar sem unn­in var í Ástr­al­íu. Á þetta við um öll sam­skipti jafn­vel þótt þau fel­ist ekki í öðru en því að afar og ömm­ur lesi fyr­ir börn­in og fari með þau í versl­an­ir. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Reu­ters.

Sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar­inn­ar eru börn á aldr­in­um  3 til 19 mánaða fljót­ari að læra hlut­ina komi fleiri að umönn­un þeirra en for­eldr­ar þeirra en í flest­um til­fell­um mun þá vera um afa og ömm­ur þeirra að ræða. „Þessi nýja rann­sókn sýn­ir hversu mik­il­vægt hlut­verk afar og ömm­ur hafa á þroska­fer­il barna,” seg­ir Jenny Macklin, ráðherra fjöl­skyldu, hús­næðis og sam­fé­lags­mála.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert