Afi og amma mikilvæg

Systurnar Katrín og Aníta með afa sínum og ömmu Gunnlaugi …
Systurnar Katrín og Aníta með afa sínum og ömmu Gunnlaugi og Hjördísi Briem mbl.is/Árni Sæberg

Samband ungra barna við afa sína og ömmur hefur mjög hvetjandi áhrif á þroska barna samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem unnin var í Ástralíu. Á þetta við um öll samskipti jafnvel þótt þau felist ekki í öðru en því að afar og ömmur lesi fyrir börnin og fari með þau í verslanir. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru börn á aldrinum  3 til 19 mánaða fljótari að læra hlutina komi fleiri að umönnun þeirra en foreldrar þeirra en í flestum tilfellum mun þá vera um afa og ömmur þeirra að ræða. „Þessi nýja rannsókn sýnir hversu mikilvægt hlutverk afar og ömmur hafa á þroskaferil barna,” segir Jenny Macklin, ráðherra fjölskyldu, húsnæðis og samfélagsmála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert