Evrópa hlýnar hraðar en meðaltal

Evr­ópu­bú­ar mega gera ráð fyr­ir stór­aukn­um rign­ing­um í norður­hluta álf­unn­ar og þurrk­um á Miðjarðar­hafs­svæðinu. Þetta seg­ir í ný­út­kom­inni skýrslu EEA, Um­hverf­is­stofn­un­ar Evr­ópu, þar sem fram kem­ur að hlýn­un hef­ur verið meiri í Evr­ópu frá iðnvæðing­unni en að meðaltali í heim­in­um.

„Mörg svæði Evr­ópu eru viðkvæm fyr­ir áhrif­um lofts­lags­breyt­inga,“ seg­ir Jacqu­el­ine McGla­de, fram­kvæmda­stjóri EEA. „Aðgerðir til að tak­ast á við breyt­ing­arn­ar eru komn­ar skammt á veg. Slík­ar aðgerðir þarf að stór­efla.“

Einn­ar gráðu hlýn­un

Breyt­ing­arn­ar dreifast sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um mis­jafnt um álf­una og hafa ólík áhrif. „Breyt­ing­ar á úr­komu hafa þegar aukið mun­inn á blaut­um norður­hluta og þurr­um suður­hluta álf­unn­ar,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Heil­brigðis­vanda­mál fylgja

Veir­ur sem ber­ast á milli fólks með moskítóflug­um og sjúk­dóm­ar sem smit­ast með neyslu­vatni yrðu al­geng­ari í hlýrri Evr­ópu.

„Af­leiðing­arn­ar fara mjög eft­ir því hvernig fólk ber sig, auk gæða heilsu­gæsl­unn­ar og getu henn­ar til að greina og bregðast við í tæka tíð,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Bent er á að heil­brigðis­vanda­mála af völd­um hlýn­un­ar sé þegar farið að gæta. Til dæm­is hafi um 70.000 manns lát­ist af völd­um hita­bylgju sum­arið 2003, og út­lit sé fyr­ir að tíðni hita­bylgna muni aukast.

Ekki ein­tóm­ar hrak­spár

Í hnot­skurn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert