Þrír deila Nóbelsverðlaunum í læknisfræði

00:00
00:00

Þjóðverj­inn Har­ald zur Hausen og Frakk­arn­ir Franco­is Bar­ré-Sin­oussi og Luc Montagnier hljóta Nó­bels­verðlaun­in í lækn­is­fræði í ár, að því er sænska aka­demí­an greindi frá í morg­un.

Hausen hlýt­ur verðlaun­in fyr­ir upp­götv­un sína á totu­vörtu­vírus­um sem valda leg­hálskrabba­meini, og Bar­ré-Sin­oussi og Montagnier fyr­ir upp­götv­un á vírus sem veld­ur ónæm­is­bresti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert