Þjóðverjinn Harald zur Hausen og Frakkarnir Francois Barré-Sinoussi og Luc Montagnier hljóta Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, að því er sænska akademían greindi frá í morgun.
Hausen hlýtur verðlaunin fyrir uppgötvun sína á totuvörtuvírusum sem valda leghálskrabbameini, og Barré-Sinoussi og Montagnier fyrir uppgötvun á vírus sem veldur ónæmisbresti.