Handleggir græddir á mann

Karl Merk vonast eftir góðum bata.
Karl Merk vonast eftir góðum bata. Reuters

Tveir heilir handleggir voru í fyrsta sinn í sögunni græddir á mann og tókst aðgerðin að sögn lækna vel. Karl Merk er 54 ára þýskur kúabóndi sem missti handleggina í slysi fyrir sex árum og segist hann hlakka til að geta matast og klætt sig sjálfur í fötin.

Tvær mislukkaðar tilraunir voru gerðar til að setja á hann gervihandleggi en eftir að hann fór að kanna möguleikann á því að láta græða á sig handleggi tók við biðin eftir líffæragjafa og tók sú bið einungis 3 mánuði.

Yfirmaður skurðlæknateymisins, Chrostoph Hoehnke sagðist vera mjög bjartsýnn um batahorfur Merks. Hann sagði að það væru engin teikn á lofti um að líkami Merks myndi hafna útlimunum og að þetta væri mesta magn af vefjum sem grætt hafa verið á nokkurn mann.

Aðgerðin tók 15 klukkustundir og var framkvæmd 25. og 26. júlí síðast liðinn það voru fimm teymi skurðlækna í tveimur skurðstofum unnu að því að græða handleggina á Merk.

Merk getur enn ekki hreift handleggina en segist hafa einhverja tilfinningu í þeim.

Læknar segja að með sjúkraþjálfun geti tekið allt að tveimur árum áður en hann getur farið að hreyfa handleggina.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert