Samkomulag náist ekki um hvalveiðiyfirlýsingu

mbl.is/ÞÖK

Ekkert varð úr því að sögulegt samkomulag næðist á sameiginlegum fundi náttúruverndarsamtaka og fulltrúa hvalveiðiþjóða í nótt. Í gærkvöldi virtist hins vegar stefna í að samkomulag næðist um yfirlýsingu þar sem staðfest væri að ekki hafi verið sýnt fram á það með vísindalegum hætti að grisjun hvalastofna gæti leitt til stækkunar fiskistofna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Japanir og Norðmenn höfðu fallist á eiga aðild að slíkri yfirlýsingu en ekkert varð af því eftir að Ástralar, settu á síðustu mínútu fram kröfu um að orðalag hennar yrði beinskeyttara en í samkomulagsdrögunum. Munu Japanir hafa brugðist ókvæða við og gengið út af fundinum. 

Fram kemur í grein á vísindavef BBC að röksemdafærslan „Hvalir éta fiska” sé oft notuð sem rök fyrir hvalveiðum. Þá segir að forsvarsmenn umhverfissamtakanna Pew Environment Group og WWF hafi vonast til þess að yfirlýsingin sem um ræðir, gæti orðið skref í átt til sátta á  milli Íslendinga, Norðmanna og Japana annars vegar og og andstæðinga hvalveiða hins vegar og um leið skef í þá átt að draga úr hvalveiðum. 

„Það ríkti mikill sam- og einhugur," segir Sue Lieberman, fulltrúi WWF. „Okkur fannst við hafa samkomulag í hendi en það getur allt gerst í samningaviðræðum."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka