Stærðin skiptir máli

Skiptir stærðin máli?
Skiptir stærðin máli? Reuters

Segir stærðin til um áhuga okkar á einkvæni og efndir á því sviði? Jill Byrnit er danskur þróunarsálfræðingur sem hefur rannsakað lengd getnaðarlima hjá öpum og hefur komist að þeirri niðurstöðu að stærðin skiptir máli.

Hjá górillum skiptir lengd getnaðarlims eða stærð engu. Það sem skiptir máli er stærðin á apanum sjálfum. Ef hann er stór og sterkur getur hann haldið hinum karldýrunum frá sínum kvenöpum.

Við líkjumst simpönsum

Í grein á videnskab.dk kemur fram hjá Byrnit að hjá simpönsum horfir málið öðruvísi við. Kvenaparnir leita uppi fleiri en einn maka og því „sigra" þau karldýr sem eru með stærri eistu sem geta framleitt meira magn af ofursæði og ekki síst þeir sem eru með lengri getnaðarlimi sem koma því örugglega til skila.

Samkvæmt Byrnit líkjast karlmenn mest karldýrum simpansanna hvað líkamsbyggingu varðar. Þeir eru með hlutfallslega stór kynfæri miðað við líkamsstærð og telur hún að það sé sökum þess að þeir eru í harðri samkeppni við aðra karla.

Af þessu dregur hún þá ályktun að mannskepnan sé ekki hönnuð til að stunda einkvæni.

En hún segir jafnframt að þversögn felist í því að karlmenn séu yfirleitt með stærri og sterklegri líkamsbyggingu en konur sem getur bent til þess að mannsskepnan lætur stjórnast af sama einkvæniskerfi og górillurnar.

Byrnit segir að ólíkt öpunum tengjum við mannfólkið kynlíf við tilfinningar og ást og að við höfum tilhneigingu til að halda tryggð við makann í það minnsta á meðan afkvæmin eru að komast á legg.

Trúlegast mun mannkynið halda áfram að velta fyrir sér einkvæni og trúfestu um ókomna framtíð en hér má lesa umfjöllun videnskab.dk og fræðast frekar um rannsóknir Byrnit.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert