Samvinna Íslendings og Dana vekur athygli

Fjallað var um fyrirtækið Virtual Lab, sem er að hluta til í eigu Íslendings í dálkinum „Dageens succes" í danska blaðinu Jyske Vestkysten á þriðjudag. Í greininni segir að forsvarsmenn stórra olíu og gasvinnslufyrirtækja hafi sýnt áhuga á tölvustýrðu kennsluforriti sem fyrirtækið hafi hannað. Er það ætlað til þjálfunar starfsmann á hafi úti en hugmyndinni mun svipa til flughermis. 

Eigendur Virtual Lab eru Guðmundur Bogason, Martin Christensen og Karsten Møller Brogaard og er fyrirtækið eitt þriggja fyrirtækja sem notið hefur stuðnings IDEA House Esbjerg. 

IDEA House Esbjerg er rekið af stofnuninni International Danish Entrepreneurship Academy og er því ætlað að styðja námsmenn og frumkvöðla við að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert