Hringitónn Nokia veldur streitu

Nokia hringitónninn veldur streitu.
Nokia hringitónninn veldur streitu.

Einkennistónn Nokia farsímaframleiðandans kallar fram streituviðbrögð hjá fólki. Þetta kemur fram í Buyologi, bók danska markaðssérfræðingsins Martin Lindstrøm. Þar er gerð könnun á upphafsstefjum og einkennisstefjum, þar á meðal frá Microsoft Windows, British Airways og Nokia.

Á Berlingske Tidende kemur fram að sneiðmyndir af heila þeirra sem tóku þátt í könnuninni sýni að hringitónn Nokia kallar fram streituviðbrögð.

Þar kemur einnig fram að 20% þeirra sem eiga farsíma frá Nokia noti staðlaða hringitóninn sem fylgir með símanum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert