Tölvuleikur frá Sony tefst

Sony þarf að laga tölvuleik sinn áður en hann kemst …
Sony þarf að laga tölvuleik sinn áður en hann kemst á markað. Reuters

Jap­anska fyr­ir­tækið Sony hef­ur stöðvað út­gáfu tölvu­leiks sem beðið var með mik­illi eft­ir­vænt­ingu. Í ljós hef­ur komið að í bak­grunns­tónlist sem notuð er í leikn­um Litt­leBig­Pla­net er að finna tvær setn­ing­ar úr Kór­an­in­um og vill fyr­ir­tækið ekki eiga á hættu að móðga mús­líma.

Á frétta­vef BBC kem­ur fram að Sony biðst af­sök­un­ar hafi ein­hverj­um mis­líkað og seg­ir að ný út­gáfa af leikn­um verði kom­in á markað í næsta mánuði.

Reiknað er með að leik­ur­inn verði mjög vin­sæll meðal þeirra sem eiga Playstati­on 3 leikja­tölv­ur.

Fyr­ir tæp­lega tveim­ur árum þurfti Sony að biðja ensku bisk­upa­kirkj­una af­sök­un­ar á að dóm­kirkj­an í Manchester hafi verið notuð sem bak­grunn­ur í mjög blóðugum skot­leik en sá leik­ur var ekki tek­in úr um­ferð.

Litt­leBig­Pla­net er lýst sem svo að hann sé leik­ur sem geng­ur út á að hanna sína eig­in tölvu­leiki. Fólk geti síðan skipst á heima­smíðuðum leikj­um á net­inu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka