Handritin á netið

Eitthvert verðmætasta og umfangsmesta safn fornra handrita sem um getur er varðveitt í St. Gallen í Sviss, í Stiftsbibliothek-safninu. Safnið er í fornu klaustri, í glæsilega skreyttum sölum. Senn verður hægt að skoða handritin á netinu, fyrir tilstuðlan rausnarlegs styrks frá bandarísku Andrew W. Mellon-stofnuninni.

Um aldir hafa fræðimenn sótt safnið heim, til að rannsaka handritin, sem eru mörg hver frá því fyrir árið 1.000. Samkvæmt The New York Times eru m.a. í safninu fornir ástarsöngvar, drykkjusöngvar og uppdrættir að klaustrum frá níundu öld. Talið er að bókasafnið hafi verið stofnað á þeim tíma.

Sú hugmynd að skanna öll handritin inn, og sérstaklega þau 350 sem voru rituð fyrir árið 1.000, fæddist eftir að flóð skaðaði ómetanleg listaverk í Dresden árið 2002. Síðan var umfang verksins aukið og um 7.000 miðaldahandrit skönnuð inn.

Fræðimenn fagna verkefninu mjög en þeir geta nú rannsakað handritin hvar sem þeir eru staddir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert