Handritin á netið

Eitt­hvert verðmæt­asta og um­fangs­mesta safn fornra hand­rita sem um get­ur er varðveitt í St. Gal­len í Sviss, í Stifts­bibliot­hek-safn­inu. Safnið er í fornu klaustri, í glæsi­lega skreytt­um söl­um. Senn verður hægt að skoða hand­rit­in á net­inu, fyr­ir til­stuðlan rausn­ar­legs styrks frá banda­rísku Andrew W. Mellon-stofn­un­inni.

Um ald­ir hafa fræðimenn sótt safnið heim, til að rann­saka hand­rit­in, sem eru mörg hver frá því fyr­ir árið 1.000. Sam­kvæmt The New York Times eru m.a. í safn­inu forn­ir ástar­söngv­ar, drykkju­söngv­ar og upp­drætt­ir að klaustr­um frá ní­undu öld. Talið er að bóka­safnið hafi verið stofnað á þeim tíma.

Sú hug­mynd að skanna öll hand­rit­in inn, og sér­stak­lega þau 350 sem voru rituð fyr­ir árið 1.000, fædd­ist eft­ir að flóð skaðaði ómet­an­leg lista­verk í Dres­den árið 2002. Síðan var um­fang verks­ins aukið og um 7.000 miðalda­hand­rit skönnuð inn.

Fræðimenn fagna verk­efn­inu mjög en þeir geta nú rann­sakað hand­rit­in hvar sem þeir eru stadd­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert