Vill að alnæmissmit verði refsilaust

Sænskur smitsjúkdómalæknir vill láta lögleiða alnæmi.
Sænskur smitsjúkdómalæknir vill láta lögleiða alnæmi. Reuters

Sænska smitsjúkdómastofnunin vill ekki að það sé litið á fólk sem vísvitandi smitar aðra af HIV-veirunni sem glæpamenn og vill að lögum verði breytt þannig að refsilaust verði að smita aðra af sjúkdómnum. Stofnunin hefur neitað að aðstoða lögregluna í Stokkhólmi við að hafa uppi  á smitbera.

Það telst vera gróf líkamsárás samkvæmt sænskum lögum að stunda kynlíf án verju án þess að tilkynna bólfélaganum um hiv-smit og getur refsingin numið margra ára fangelsi. Þeim lögum vill stofnunin breyta.

Ragnar Norrby forstöðumaður smitsjúkdómastofnunarinnar segir í viðtali við Dagens Medicin að með því að gera sjúkdóminn glæpsamlegan verði forvarnarstarfið mun erfiðara. Eins telur hann að refsingin sé of þung.

Norrby segir að það gefi falska mynd af ástandinu að láta ríkið loka einn og einn hiv-smitaðan mann inni á ári og varpi ábyrgðinni yfir á ríkið að læsa alla hugsanlega smitbera inni.

Norrby telur það eigi að vera á ábyrgð einstaklinganna að skilja hvað óvarið kynlíf getur haft í för með sér. Hann segir að margir smitberar smiti aðra sökum þess að þeir hafi ekki hugmynd um að þeir hafi veiruna.

Samkvæmt Norrby er ekki gott að greina alnæmi frá öðrum smitsjúkdómum, það leiði til útskúfunar og setji neikvæðan stimpil á þá sem smitast. Að lokum tók hann fram að hiv-veiran væri ekki jafn banvæn og áður, þökk sé nýjum meðulum.

Sjá viðtal við Norrby í Dagens Medecin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert