Íslenskur efnafræðingur hlýtur hvatningarverðlaun

Dr. Páll Þórðarson hlýtur hvatningarverðlaun í Ástralíu.
Dr. Páll Þórðarson hlýtur hvatningarverðlaun í Ástralíu.

Dr. Páll Þórðarson, dósent og efnafræðingur við New South Wales Háskólann í Sydney, Ástralíu hlaut í morgun hvatningarverðlaun fyrir unga vísindamenn, svonefnd Young Tall Poppy Science Awards.

Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í fylkisþinghúsinu í Sydney að viðstöddum ráðherra og fylkistjóranum Marie Bashir.

Rannsóknir Páls eru fyrst og fremst á sviði sjálfsamsettra efna og nanótækni. Tvö meginefni rannsóknarhópsins sem Páll stýrir eru: ljósvirk örlíftækni sem gengur fyrir sólarorku og hönnun nýrra sjálfsamsettra gel-efna sem eru bregðast við umhverfi sínu og gætu þess vegna haft mikilvægt notagildi fyrir lyfjagjöf, sér í lagi gegn krabbameini.

Páll hefur verið búsettur í Ástralíu síðustu fimm ár. Páll fæddist 1971 á Vopnafirði og var alin þar up. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum á Egilsstöðum á árinu 1991 og lauk svo BSc. prófi frá Háskóla Íslands árið 1996. Hann hélt þaðan til Sydney í Ástralíu og lauk Doktorsprófi í efnafræði frá Háskólanum í Sydney árið 2001. Þaðan hélt hann til Nijmegen í Hollandi eftir að hafa hlotið Marie Curie sérfræðingsstöðu frá Evrópusambandinu. Hann hélt svo aftur til Ástralíu árið 2003 til Sydney háskólans. Páll var svo skipaður Dósent við New South Wales Háskólann (UNSW) í Sydney á síðasta ári og kvæntist fyrr á þessu ári Fleur Young, svæfingarhjúkrunarfræðingi. Fleur og Páll búa í Mittagong í nágrenni Sydney.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka