Sænsku samtökin Motormännen hafa rannsakað bilanatíðni í bílum og koma japanskir og kóreskir bílar best út, að sögn danska Jyllandsposten. Volvo og Saab bila hins vegar mest og er þetta mikið áfall fyrir þessar fornfrægu verksmiðjur sem nú eru í eigu General Motors í Bandaríkjunum.