100 milljónir punda í rafmagnsbíla

AP

Bresk yf­ir­völd áforma að leggja allt að 100 millj­ón­ir Sterl­ings­punda, jafn­v­irði rúm­lega 18 millj­arða ís­lenskra króna í til­rauna­verk­efni með raf­magns­bíla. Til­gang­ur­inn er að auka notk­un raf­magns­bíla til muna í Bretlandi.

Hug­mynd­in er að til­rauna­verk­efnið fari fram í þrem­ur bresk­um borg­um. Aðeins lítið brot af þeim 26 millj­ón­um bíla sem eru í Bretlandi eru raf­magns­bíl­ar eða 0,01%. Þeir raf­magns­bíl­ar sem nú fást kom­ast tæp­lega 70 kíló­metra á hverri hleðslu og verðið þykir hátt sam­an­borið við bens­ín- og dísil­bíla eða í kring­um 2 millj­ón­ir króna.

Bresk stjórn­völd hafa skuld­bundið sig til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um 80% fyr­ir árið 2050.

Ætl­un­in er að velja í til­rauna­verk­efnið þá bíla­fram­leiðend­ur sem hvað lengst eru komn­ir í þróun grænn­ar tækni en stærstu bíla­fram­leiðend­ur heims hafa eytt millj­örðum króna í þróun. Eng­inn þeirra sel­ur þó raf­magns­bíla í neinu magni í Bretlandi. Styrk­irn­ir eiga því að laða fram­leiðend­ur til að flytja slíka starf­semi til Bret­lands.

Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar segja það fá­rán­legt að styrkja þurfi bíla­fram­leiðend­ur til að draga úr meng­un bíla sinna. „Þeir lofuðu fyr­ir ára­tug eða svo að draga stór­kost­lega úr út­blæstri kolt­ví­sýr­ings bíla. Þeir hafa svikið það lof­orð. Svo ætla bresk stjórn­völd að greiða bíla­fram­leiðend­um sér­stak­lega fyr­ir það sem hefði í raun átt að þvinga fram með reglu­gerð fyr­ir löngu. Stjórn­völd grípa til styrkja þegar þau hafa ekki þor til að fara gegn sterk­um öfl­um, líkt og bílaiðnaður­inn er,“ seg­ir Geor­ge Mon­biot, um­hverf­is­vernd­arsinni og kall­ar til­rauna­verk­efnið mút­ur breskra stjórn­valda til bíla­fram­leiðenda.

Paul Ever­itt, hjá bíl­greina­sam­bandi Breta seg­ir þetta mik­il­vægt skref hjá stjórn­völd­um. „Þetta hef­ur já­kvæð áhrif á efna­hag lands­ins og ímynd okk­ar grænk­ar til muna.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert