Jöklarnir rýrna ört

Jöklarnir hopa.
Jöklarnir hopa. mbl.is/Rax

Jökl­ar Íslands rýrna örar nú en vitað er til um að gerst hafi áður. Læt­ur nærri að flat­ar­mál jökl­anna minnki nú um 0,3% á ári hverju og rúm­málið um allt að 0,5%. Með slíku áfram­haldi end­ast þeir vart meira en tvær ald­ir.

Odd­ur Sig­urðsson, jarðfræðing­ur á vatna­mæl­ing­um Orku­stofn­un­ar flutti í dag er­indi um áhrif lofts­lags­breyt­inga á jökla Íslands. Odd­ur sagði að geysi­leg­ar breyt­ing­ar hefðu orðið á ís­lensk­um jökl­um á sögu­leg­um tíma og senni­lega væru þær hvað ör­ast­ar á okk­ar dög­um.

Talið er að jökl­arn­ir hafi verið mun um­fangs­minni á land­náms­öld held­ur en nú. Að öll­um lík­ind­um hef­ur veðurfar kólnað nokkuð sam­fellt fyrstu 1000 ár Íslands­byggðar og voru jökl­ar stærst­ir í kring­um 1890 og höfðu þá ekki orðið stærri síðan ís­öld lauk fyr­ir um 10.000 árum.

Á 20. öld hlýnaði tölu­vert í heim­in­um og fór Ísland ekki var­hluta af því.

Jökl­ar lands­ins minnkuðu þá um það bil jafn­mikið og þeir höfðu stækkað næstu 3 ald­ir þar á und­an þrátt fyr­ir kulda­tíma­bil eft­ir 1965 en þá stækkuðu þeir bæði að rúm­máli og flat­ar­máli.

Síðustu 12 árin tók stein­inn úr. Senni­lega er það hlýj­asta 12 ára tíma­bil í Íslands­sög­unni, enda rýrna jökl­ar örar nú en vitað er til um að gerst hafi áður. Læt­ur nærri að flat­ar­mál jökl­anna minnki nú um 0,3% á ári hverju og rúm­málið um allt að 0,5%. Með slíku áfram­haldi end­ast þeir vart meira en tvær ald­ir. Ísland gæti orðið jöklalust eft­ir 200 ár.

Nán­ar um er­indi Odds Sig­urðsson­ar

Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á vatnamælingum Orkustofnunar.
Odd­ur Sig­urðsson, jarðfræðing­ur á vatna­mæl­ing­um Orku­stofn­un­ar. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert