Nýtt met í heimsóknum á mbl.is

Heimsóknir á mbl.is í annarri viku októbermánaðar náðu sögulegu hámarki, en tæplega 380 þúsund notendur skoðuðu vefinn þessa vikuna. Þess má geta að Íslendingar eru nú um 313 þúsund talsins. Heimsóknir á fréttavefinn Vísi sömu viku voru 287 þúsund en það er sömuleiðis metnotkun hjá Vísi.

Fjármálakreppan hefur haft í för með sér mikla aukningu í heimsóknum á vefsíður allra betri dagblaðanna á Bretlandi. Sama þróun hefur orðið hér á landi. Mest var notkunin á fréttavefnum mbl.is þegar viðskiptabankarnir voru að komast í þrot í byrjun mánaðarins. Í annarri viku október voru stakir notendur 379.585. Þessi tala endurspeglar allar þær tölvur sem notaðar voru til að skoða mbl.is þessa vikuna. Þessa sömu viku voru heimsóknir á fréttavefinn 3.676,973. Þetta þýðir að heimsóknir hvers notanda voru 9,69 þessa vikuna. Heimsóknir hvers notanda á visi.is voru 7,67 í þessari sömu viku, en það er sömuleiðis met. Talsverður munur er því á notkun hvers notanda á þessum tveimur stærstu fréttavefjum landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert