Sumartími eykur líkur á hjartaáfalli

Skyndileg röskun á svefnvenjum getur stuðlað að auknu hlutfalli hjartaáfalla.
Skyndileg röskun á svefnvenjum getur stuðlað að auknu hlutfalli hjartaáfalla. mbl.is/Kristinn

Þegar Evr­ópu­bú­ar færa klukk­ur sín­ar fram á vor­in og breyta yfir í sum­ar­tíma fjölg­ar hjarta­áföll­um. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn sem gerð hef­ur verið á Karólínska sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi.

Í könn­un­inni sem birt var í New Eng­land Journal of Medec­ine kem­ur fram að 5% aukn­ing er á hjarta­áföll­um vik­una eft­ir að klukk­un­um er breytt og telja vís­inda­menn það stafa af svefn­rösk­un­um í kjöl­far breyt­ing­anna.

Á haust­in þegar klukk­urn­ar eru færðar aft­ur til baka um eina klukku­stund er niðurstaða rann­sókn­ar­inn­ar óljós­ari.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert