Að taka hraustlega á því minnkar líkur á brjóstakrabba

Líkamsþjálfun kvenna minnkar líkurnar á brjóstakrabbameini samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn. Jafnvel rækileg hreyfing við erfiðari hússtörf getur gert sitt gagn.

Í sænska Gautaborgarpóstinum í dag er sagt frá rannsókninni, en í Svíþjóð látast 7 þúsund konur árlega úr brjóstakrabbameini. Í bandarísku rannsókninni var fylgst með 30 þúsund konum á 11 ára tímabili og kom þá í ljós að því meira sem konur lögðu á sig líkamlega þjálfun, því ólíklegri voru þær til að fá brjóstakrabba. Það þarf ekki endilega þolfimi, lyftingar eða venjulegar íþróttir til, því jafnvel að skrúbba gólf eða taka hraustlega á því við dagleg líkamlega störf gerir sitt gagn líka. Léttari störf gera samt lítið gagn.

Spurningunni er hinsvegar ósvarað hvers vegna líkamlegt erfiði gagnast sem vopn í baráttunni gegn brjóstakrabba en haft er eftir Peter Friberg prófessor í læknisfræði við Gautaborgarháskóla að öll líkamsæfing lengi líflslíkur fólks. Æfingar styrki ónæmiskerfi og geri mannslíkamanum betur í stakk búinn til að takast á við sjúkdóma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert