Hundruð EVE-spilara sækja árlega leikjahátíð

Eve Online gerist í fjarlægum heimi.
Eve Online gerist í fjarlægum heimi.

Árleg leikjahátíð tölvuleikjaframleiðandans CCP hefst á morgun, en CCP er þekktast fyrir fjölnotendatölvuleikinn EVE Online.

Búist er við um 700 erlendum gestum á hátíðina og þá má gera ráð fyrir nokkrum fjölda íslenskra gesta. Margir erlendir blaðamenn, einkum frá tímaritum og vefsíðum sem tileinkuð eru tölvuleikjum, munu sækja hátíðina, sem og undanfarin ár.

Er þetta í fimmta sinn sem leikjahátíðin er haldin og er fyrirkomulag hennar því komið í nokkuð fastar skorður. Gestir geta sótt fjölda fyrirlestra um stöðu EVE-Online-leiksins og væntanlegar nýjungar. Ber þar helst að nefna að í ár verður gestum í fyrsta sinn boðið að prófa nýja tækni, sem hlotið hefur enska heitið Walking in stations (WIS). Hingað til hafa leikjapersónur spilara ekki sést á viðkomandi tölvuskjá, heldur fljúga spilarar um í geimskipum. Með tilkomu WIS munu spilarar hins vegar sjá leikjapersónur sínar ganga um geimstöðvar og geimskip. Enn hefur ekki verið gefið út hvenær þessi viðbót við leikinn kemur út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert