Indverjar senda kanna á yfirborð tunglsins

Mynd sem indverska geimfarið tók af jörðinni á leið til …
Mynd sem indverska geimfarið tók af jörðinni á leið til tunglsins. Reuters

Ómannað ind­verskt geim­far hef­ur komið kanna fyr­ir á yf­ir­borði tungls­ins í geim­ferð sem Ind­verj­ar telja mik­il­væg­an þátt í þeirri viðleitni þeirra að ná for­ystu í geim­ferðakapp­hlaupi Asíu­ríkja.

Kann­inn er 30 kíló, málaður í ind­versku fána­lit­un­um. Hann á meðal ann­ars að rann­saka sam­setn­ingu loft­hjúps­ins.

Ind­verska geim­far­inu Chand­raya­an 1 var skotið á loft í októ­ber. Geim­farið á að vera á braut um tunglið í tvö ár og rann­saka m.a. efna­sam­setn­ingu og steind­ir yf­ir­borðsins.

Ind­verj­ar von­ast til þess að verða á und­an Kín­verj­um að senda mannað geim­far til tungls­ins og ná þar með for­ystu í geim­ferðakapp­hlaupi Así­uris­anna tveggja. Ind­verj­ar viður­kenna að þeir hafi dreg­ist aft­ur úr í geim­ferðakapp­hlaup­inu við Kín­verja sem skutu fyrsta mannaða geim­fari sínu á loft árið 2003 og sendu ómannað geim­far að tungl­inu fyr­ir ári. Ind­verj­ar ætla að senda annað ómannað geim­far (lend­ing­ar­far og geim­vagn) til tungls­ins árið 2011. Þeir stefna að því að senda fyrsta Ind­verj­ann í geim­inn árið 2014 og skjóta mönnuðu geim­fari til tungls­ins ekki síðar en árið 2020 – fjór­um árum á und­an Kín­verj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert