Elsta kjarnafjölskyldan myrt

Rannsóknir hafa leitt í ljós að elsta kjarnafjölskyldan , sem fundist hefur, var  myrt í Þýskalandi fyrir u.þ.b. 4.600 árum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Erfðaefnisrannsóknir hafa staðfesta að um föður, móður og tvö börn þeirra var að ræða. Líkamsleifar fjölskyldunnar fundust í annarri af tveimur gröfum sem eignaðar eru fólki sem tilheyrði svokallaðri Corded Ware menningu. Í hinni gröfinni voru líkamsleifar níu einstaklinga, sex barna á aldrinum sex mánaða til níu ára og þriggja fullorðna. Rannsóknir hafa sýnt að þrjú þeirra barna voru einnig náskyld.  

„Þau voru án efa myrt. Það eru stór göt á höfðum þeirra og fingur og hendur eru brotnar,” segir Dr Wolfgang Haak, forstöðumaður áströlsku stofnunarinnar The Australian Centre for Ancient DNA.

Haak segir engan vafa leika á því að börnin, sem voru stúlka og drengur, hafi verið grafin í örmum foreldtra sinna.  „Við erum alveg viss um það og byggjum það á líffræðilegum rannsóknum en ekki bara tilgátum og vangaveltum," segir hann.

Greining á leifunum þykir einnig benda til þess að konur hafi verið giftar út úr eigin samfélagi inn í nágrannasamfélögin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert