Óánægðir horfa meira á sjónvarp

Þeir sem horfa mikið á sjónvarp eru óánægðari en þeir …
Þeir sem horfa mikið á sjónvarp eru óánægðari en þeir sem horfa minna á sjónvarp segir í niðurstöðum vísindamannanna. mbl.is/Kristinn

Viðamikil rannsókn hefur leitt í ljós að óánægðir einstaklingar horfa meira á sjónvarp heldur þeir þeir sem telja sig vera ánægða. Hinir síðarnefnda lesa t.d. frekar eða fara út til að hitta fólk.

Um 45.000 manns tóku þátt í rannsókninni, sem vísindamenn við háskólann í Maryland í Bandaríkjunum stóðu að, og þá nær hún 34 ár aftur í tímann. Fram kemur að þeir sem horfa á sjónvarp líði vel um stundarsakir. Vísindamennirnir halda því hins vegar fram að sjónvarpsgláp leiði til almennrar óánægju.

Þá segir að þeir sem telji sig vera óánægða verji fleiri klukkustundum fyrir framan sjónvarpið, um 30% fleiri, en þeir sem telja sig vera ánægða, að því er segir á fréttavef Reuters.

Fram kemur að það að horfa á sjónvarp sé skammgóður vermir en því fylgi engin varanleg hagsbót. Einnig taki sjónvarpið tíma frá öðru sem - í fyrstu - gæti litið út fyrir að veita takmarkaða ánægu, en muni á endanum hafa meiri áhrif á líðan viðkomandi. „Sjónvarp er þess valdandi að fólk er óánægðara,“ segir í rannsókninni.

Rannsóknin verður birt í desembertölublaði Social Indicators Research. Hún byggir á dagbókarfærslum þátttakendanna, sem spanna rúma þrjá áratugi.  Vísindamennirnir komust að því að það er samhengi á milli almennrar ánægju og athafna á borð við kynlíf, lestur bóka og það að fara út og hitta annað fólk.

Þeir komust einnig að því eru bein tengsl á milli óánægju og það að horfa á sjónvarp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert