Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur tilkynnt að fyrirtækið muni bjóða ókeypis vírusvörn fyrir PC tölvur á næsta ári. Vinnuheiti vírusvarnarinnar er Morro og verður í boði eftir mitt næsta ár. Á sama tíma mun Microsoft hætta sölu á núverandi varnarhugbúnaði, Windows Live OneCare.
Morro verður að sögn Microsoft, ekki eins frekt á vinnsluminni tölvunnar en vírusvörnin verður fáanleg fyrir Windows XP, Windows Vista og Windows 7 stýrikerfi.
Fjölmörg fyrirtæki hafa lifibrauð af því að selja vírusvarnarforrit og telja sérfræðingar að útspil Microsoft geti reynst fyrirtækjum eins og Symantec og McAfee erfitt.