Ókeypis vírusvörn fyrir allar PC tölvur

Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur tilkynnt að fyrirtækið muni bjóða ókeypis vírusvörn fyrir PC tölvur á næsta ári. Vinnuheiti vírusvarnarinnar er Morro og verður í boði eftir mitt næsta ár. Á sama tíma mun Microsoft hætta sölu á núverandi varnarhugbúnaði, Windows Live OneCare.

Morro verður að sögn Microsoft, ekki eins frekt á vinnsluminni tölvunnar en vírusvörnin verður fáanleg fyrir Windows XP, Windows Vista og Windows 7 stýrikerfi.

Fjölmörg fyrirtæki hafa lifibrauð af því að selja vírusvarnarforrit og telja sérfræðingar að útspil Microsoft geti reynst fyrirtækjum eins og Symantec og McAfee erfitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert