Falla í pytti á Facebook

Alsjáandi auga Facebook.
Alsjáandi auga Facebook.

Það er eins gott að gæta sín á svonefndum samfélagsvefjum á borð við Facebook og MySpace. Um það geta ýmsir launþegar borið vitni eins og starfsmaður einn í verslun matvöruverslanakeðjunnar Tesco í Brockworth í Gloucester.

Tom Stones hafði tilkynnt sig veikan á eftirmiðdagsvakt sem átti að standa frá kl. 18 til 22. Hann var hins vegar „gómaður“ af starfsmannahaldi verslunarinnar eftir að hann setti inn færslu ásamt mynd af sjálfum sér úti á lífinu seinna um kvöldið. Hans bíður nú að vera kallaður fyrir starfsmannastjórann og verða veitt tiltal.

„Þetta er einum of langt gengið,“ hefur breska götublaðið Sun eftir honum. Ég var ekki úti á þeim tíma sem ég átti að vera að vinna. Ég fór ekki út fyrr en klukkan 11. Ég hringdi til að tilkynna að ég væri veikur en svo hresstist ég og fór þá út.“

Blaðið The Daily Telegraph hefur eftir talsmanni Tesco að það styðjist ekki við Facebook til að njósna um starfsmenninaen sagði: „Einhver benti stjórnendunum á þetta.“

Tom Stones er aðeins einn af mörgum launþegum til að uppgötva hversu tvíbent það getur verið að færa persónulegar upplýsingar inn á netið. Í síðasta mánuði rak flugfélagið Virgin Atlantic 13 flugliða fyrir að hafa notað Facebook til að gagnrýna öryggismál félagsins og kalla farþegana „skríl“.

Starfsmenn úr röðum British Airways lýstu farþegum sínum sem „illalyktandi og leiðinlegu“ á Facebook síðu sem flugumsjónarfólk á London Gatwick flugvellinum hafði útbúið. Þeir lýstu einnig Terminal 5 á Heathrow sem „stórslysi“.

Í síðasta mánuði tilkynnti ástralskur starfsmaður símsvörunarþjónustu sig veikan eftir að hafa verið út á lífinu kvöldið áður og ákvað að taka sér dagsfrí. Hann var staðinn að verki af yfirmanni þegar hann montaði sig af timburmannafríinu í færslu á Facebook.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert