Nýtt vefrit smugan.is hefur hafið göngu sína. Í ritstjórn eru þau Björg Eva Erlendsdóttir og Elías Jón Guðjónsson en bæði störfuðu á dagblaðinu 24 stundum. Forsíðufrétt Smugunnar að þessu sinni er að íslenska ríkið ábyrgist 24 milljarða bandaríkjadala fram til ársins 2010.
Þá er fjallað um þvingunaraðgerðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna Icesave-reikninga og umræður um þær í forystu norrænna verkalýðsfélaga.
Fjölbreytt viðhorf og fréttir er að finna smugan.is