Þvagvinnslutæki lofar góðu

Geimfari dyttar að Endeavour, ætli hann þurfi að pissa?
Geimfari dyttar að Endeavour, ætli hann þurfi að pissa? NASA TV

Geimfarar sem nú hafast við í Alþjóðlegu geimstöðinni hafa eytt fimm örvæntingarfullum dögum við að prufukeyra tæki sem á að breyta þvagi þeirra í drykkjarvatn. Í morgun skilaði erfiðið svo árangri þegar tókst að láta vélina vinna í fjórar klukkustundir samfellt.

Áætlað er að geimfararnir snúi heim á sunnudag með Endeavour geimflauginni og verður þá þvag þeirra tekið til rannsóknar. Þvagvinnslutækið er hluti af 154 milljóna Bandaríkjadala endurvinnslustöðvar sem geimflaugin Endeavour flutti með sér til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þvagvinnslutækið þykir áríðandi til að hægt verði að sjá geimförum stöðvarinnar fyrir vatnsbirgðum en til stendur að fjölga um sex geimfara á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert