iPhone auglýsing bönnuð

iPhone 3G.
iPhone 3G. Reuters

Breska auglýsingaeftirlitið (ASA) hefur bannað iPhone auglýsingu sem hefur verið til sýningar í bresku sjónvarpi, en eftirlitið segir að Apple ýki nethraða símans. Í auglýsingunni kemur fram að nýi 3G síminn sé „mjög hraðvirkur“ og í henni sést síminn hlaða netsíðum á innan við einni sekúndu.

ASA varð við kvörtunum frá 17 einstaklingum sem sögðu að sjónvarpsauglýsingin hafi blekkt þá, þ.e. hvað varðar hraðann.

Forsvarsmenn Apple í Bretlandi segja að í auglýsingunni sé verið að bera saman 3G símann við forverann, sem heyrir undir aðra kynslóðina (2G).

Í auglýsingunni kemur margoft fram að síminn sé „mjög hraðvirkur“ og í henni sést þegar síminn hleður niður fréttasíðum og Google maps þjónustunni á örskotsstund.

Á skjánum stendur svo að afkastageta símkerfisins fari svo eftir staðsetningu viðkomandi.

ASA hefur því ákveðið að ekki megi sýna þessa auglýsingu aftur. Eigi að auglýsa símann verði því að breyta henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert