Stuðningur við breytingar ESB á reikisamningum

Ánægður farsímanotandi.
Ánægður farsímanotandi. AP

Yfirmenn fjarskiptafyrirtækja í Evrópu styðja fyrirhugaðar aðgerðir sem miða að því að lækka kostnað farsímanotenda erlendis, hvort sem þeir eru að hringja, senda smáskilaboð eða skoða netið.

T.d. er stefnt að því lækka kostnað við að senda smáskilaboð þegar notandinn er erlendis, og þá á að breyta reikisamningum farsímafyrirtækja. Þ.e. að það verði ódýrara að hringja úr farsíma þegar viðkomandi er erlendis.

Fram kemur á vef Símans að reikisamningar séu samningar sem fjarskiptafyrirtæki hefur gert við önnur erlend fjarskiptafyrirtæki um að þau þjónusti farsímanotendur þegar þeir eru staddur erlendis. Ef ekki sé til reikisamningur milli fjarskiptafyrirtækjanna geti fólk ekki notað farsíma í viðkomandi landi.

Breytingarnar eiga að taka gildi í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins í júlí á næsta ári.

Sum Evrópuríki og fyrirtæki halda því hins vegar fram að breytingarnar þýði aukinn kostnað fyrir aðra þjónustu.

„Við viljum koma í veg fyrir svokallað reiknings-áfall, þ.e. þegar einhver kemur heim úr fríi og er komið óþægilega á óvart,“ segir Luc Chatel, sem er ráðherra iðnaðar- og neytendamála í Frakklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert