Telja rottur geta valdið hjartasjúkdómum hjá fólki

Rotta að skoða sig um í Norðurmýrinni.
Rotta að skoða sig um í Norðurmýrinni. mbl.is/Sverrir

Grun­ur leik­ur á að rott­ur séu smit­ber­ar bakt­eríu sem valdið get­ur al­var­leg­um hjarta­vanda­mál­um hjá mann­eskj­um. Frá þessu eru greint á vef danska dag­blaðsins Politiken í dag. 

Ný rann­sókn, sem birt er í des­em­ber­hefti vís­inda­tíma­rits­ins The Journal of Medical Microbi­ology, sýn­ir að brún­ar rottu, sem eru stærstu og al­geng­ustu rott­urn­ar í Evr­ópu, eru nú orðnir smit­ber­ar bakt­eríu sem fram­kallað get­ur hjarta­sjúk­dóma hjá mann­fólki. Allt bend­ir til þess að flær, sem lifa á rott­um, breiði út bakt­erí­urn­ar, líkt og var til­fellið með fyrri pest­ir. 

„Ný bakt­ería sem nefn­ist Bart­onella rochalimae fannst ný­verið í sjúk­lingi sem greinst hafði með of­stækk­an­ir í milt­anu. Viðkom­andi hafði verið á ferðlagi í Suður-Am­er­íku,“  seg­ir Chao-Chin Chang pró­fess­or hjá Chung Hs­ing há­skól­an­um í Tæv­an.

„Þessi uppá­koma vek­ur upp áhyggj­ur og spurn­ing­ar manna um það hvort um geti verið að ræða ný­fram­komna smit­andi bakt­eríu sem geti smit­ast frá dýr­um til mann­fólks. Af þess­um sök­um ætl­um við að rann­saka nán­ar hvort verið geti að nag­dýr, sem lifa í hvað mesti ná­lægð við mann­eskj­ur, geti verið smit­ber­ar þess­ar­ar bakt­eríu,“  seg­ir Chang.

Síðan á tí­unda tug tutt­ug­ustu ald­ar hafa fund­ist fleiri en 20 bakt­erí­ur af Bart­onella-stofn­in­um. All­ar eiga þær það sam­eig­in­legt að geta smit­ast frá dýr­um til fólks. Vís­inda­menn telja að bakt­erí­urn­ar geti or­sakað hjarta­sjúk­dóma, sýk­ingu í milta og tauga­kerf­inu hjá fólki. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka