Apple leggur áherslu á vírusvarnir

Steve Jobs, forstjóri Apple, sést hér kynna nýja Makka á …
Steve Jobs, forstjóri Apple, sést hér kynna nýja Makka á Apple-ráðstefnu í janúar sl. Reuters

Apple hefur hvatt Mac-notendur til að nota vírusvarnaforrit. Þetta kemur fram í tilkynningu sem var birt á vefsíðu Apple í nóvember. Forsvarsmenn fyrirtækisins vilja hvetja fólk til að nota slík forrit svo fólk geti vafrað áhyggjulaust um á netinu.

Þetta þykir vera til marks um það að Apple sé að bregðast við árásum tölvuþrjóta, sem eru farnir í auknum mæli að leggja gildrur á vefsíður fyrir Mac-tölvur, eða Makka.

Hingað til hefur verið sagt að Mac-notendur geti vafrað um á netinu vandræðalaust, þ.e. án þess að tölvan þeirra sýkist af tölvuveirum. Það vandamál hefur mun fremur einkennt PC-tölvur sem eru með Windows-stýrikerfinu. 

Fram kemur í tilkynningunni á vef Apple að Mac-notendur séu hvattir til að hlaða inn allt að þremur vírusvarnaforritum. Fyrirtækið mælir með notkun McAfee VirusScan, Symantec Norton Anti-Virus 11 eða Intego VirusBarrier X5.

Tilkynningin á vef Apple.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert