Hawaii verður fyrst ríkja Bandaríkjanna til að koma upp samgöngukerfi sem gerir kleift að reka bíla nánast eingöngu með rafmagni. Er ætlunin að byggja upp um 100 þúsund hleðslustöðvar í bílastæðum- og geymslum svo og á strætum úti um 2012 og flytja inn rafbíla sem verða framleiddir í samvinnu milli Nissan og Renault.
Þeir sem kaupa þessa bíla munu ýmist geta keypt sérstaka þjónustu sem felur í sér hleðsluþjónuðustu og rafgeymaskipti eða notað hleðslustöðvarnar á ferðinni líkt og um bensínstöðvar sé að ræða.
Linda Lingle, ríkisstjórinn á Hawaii, segir að áætlunin miði að því að stærstu sex eyjarnar í ríkinu nái því markmiði að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti um 70% á næstu 30 árum. Íbúar Hawaii eru um 1,3 milljónir, flestir á Honolulu.
Eyjarnar flytja inn um 90% af olíunni frá löndum eins og Saudi Arabíu og kostar þau um 7 milljarða dala á ári. Lingle ríkisstjóri segir nýju áætlunina vera hluta af því að gera ríkið óháðara í aðföngum á þessu sviði.
Nýskipanin í samgöngukerfinu verður fengin og fjármögnuð af fyrirtæki í Silicon Valley sem kallast Better Place, sem á þó enn eftir að afla fjár upp á 75-100 milljónir dala til að standa undir framkvæmdinni, samkvæmt frétt á vef The Times. Fyrirtæki þetta mun reisa hleðslustöðvarnar og leggja til rafgeymana.
Gert er ráð fyrir að rafmagnið fáist með endurnýjanlegri orku svo sem vindorku. Þetta mun þýða umtalsverðar fjárfestingar þar sem Hawaii býr yfir lítilli vindorku sem stendur og engar flutningsleiðir til milli eyjanna til að flytja raforkuna.
Shai Agassi, stofnandi og forstjóri Better Place, segir rafbílana munu kosta álíka mikið og bensínbíla gera í dag en með tímanum muni þeir verða talsvert ódýrari vegna þess þeir séu með helmingi færri íhluti en bensín- og dísilbílar.
Hann segir Hawaii tilvalinn stað til að reyna þessa tækni þar sem þangað komið yfir 5 milljónir ferðamanna á ári hverju. Takist að koma þeim upp á rafbílana vinnist tvennt - enginn útblástur, að koma þeim upp á rafbílana og láta þá bera fagnaðarerindið út um heiminn.
Víðar í Bandaríkjunum, svo sem á San Francisco-flóa svæðinu, í Ísrael, Danmörku og Ástralíu eru áform uppi um að reisa hleðslustöðvum frá Better Place.