Risavaxið svarthol í Vetrarbrautinni

Svarthol verður til við þyngdarhrun stjörnu með kjarna sem er …
Svarthol verður til við þyngdarhrun stjörnu með kjarna sem er þyngri en þrír sólarmassar. Stjarnan hrynur saman og verður óendanlega lítil. Reuters

Rann­sókn stjörnu­fræðinga, sem hef­ur staðið yfir und­an­far­in 16 ár, hef­ur nú staðfest að það er risa­vaxið svart­hol í Vetr­ar­braut­inni, sem er sú stjörnuþoka sem jörðin til­heyr­ir.

Fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins að þýsk­ir stjörnu­fræðing­ar hafi komið sér fyr­ir í í evr­ópsku stjörnu­at­hug­un­ar­stöðinni í Chile til að fylgj­ast með hreyf­ing­um 28 stjarna sem ferðast í hring um miðju Vetr­ar­braut­ar­inn­ar.

Niður­stöður vís­inda­mann­anna voru birt­ar í vís­inda­rit­inu The Astrop­h­ysical Journal og þar kem­ur fram að svart­holið sé fjór­um millj­ón sinn­um þyngri en sól­in.

Fram kem­ur á Vís­inda­vefn­um að talið sé að massa­mikl­ar stjörn­ur endi ævi­skeið sitt sem svart­hol. Svart­hol verði til þegar kjarn­ar stjarn­anna falli sam­an und­an eig­in massa. Kjarn­inn falli sam­an þangað til hann sé orðinn geysi­lega þétt­ur og all­ur mass­inn sé sam­an kom­inn á ör­litlu svæði. Um­hverf­is það sé þyngd­ar­sviðið svo sterkt að ekk­ert slepp­ur í burtu, ekki einu sinni ljós.

Að sögn dr. Robert Mass­ey, hjá kon­ung­lega stjörnu­fræðifé­lag­inu, benda niður­stöðurn­ar til þess að vetr­ar­braut­ir mynd­ist í kring­um risa­vax­in svart­hol á svipaðan hátt og perla mynd­ast í kring­um gróf­an sand­stein.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert