Valda skjálftar eldgosum?

Svo virðist sem mjög stór­ir jarðskjálft­ar geti aukið eld­virkni í eld­fjöll­um, sem eru ekki mjög langt und­an. Er það niðurstaða rann­sókna á jarðskjálft­um og eld­virkni í Suður-Chile.

Rann­sókn­in, sem unn­in var af vís­inda­mönn­um við Oxford-há­skóla, sýndi, að eld­gos voru fer­falt al­geng­ari en venju­lega á ár­inu eft­ir stóra skjálfta. Virt­ust þeir geta haft áhrif á eld­fjöll, sem voru í allt að 500 km fjar­lægð.

Char­les Darw­in velti fyr­ir sér árið 1835 hugs­an­leg­um tengsl­um milli jarðskjálfta og eld­gosa en nú virðist hafa verið sýnt fram á það, að í S-Chile hafi eld­virkni ávallt auk­ist í um það bil ár eft­ir stóra skjálfta, þ.e. 8 á Richter eða stærri.

„Þetta bend­ir til, að skjálfta­bylgj­ur, sem ber­ast frá mis­gengi, geti ýtt und­ir eld­gos með því að koma á hreyf­ingu eða valda ólgu í kvik­unni und­ir eld­fjöll­um,“ sagði Sebastian Watt, einn vís­inda­mann­anna.

Nefnt er sem dæmi, að á eft­ir stóru skjálftun­um í Chile 1906 og 1960 hafi fylgt eld­virkni í sex eða sjö eld­fjöll­um. Skjálft­inn 1960 var 9,5, sá stærsti sem um get­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert