Sparperur lýsa víða leiðina

Sparperur eru ekki nýjar af nálinni
Sparperur eru ekki nýjar af nálinni

Eins og fram kom í Morg­un­blaðinu í gær hef­ur Evr­ópu­sam­bandið boðað bann við notk­un þeirra ljósa­pera sem hingað til hafa tal­ist hefðbundn­ar og kall­ast glóper­ur, og þeim skipt út fyr­ir svo­kallaðar sparper­ur. Breyt­ing­in er þó ekki eins rót­tæk og hún kann að hljóma því sparper­urn­ar eru þegar nokkuð út­breidd­ar.

Verði af bann­inu verða all­ar 100 vatta ljósa­per­ur fjar­lægðar úr hill­um versl­ana í aðild­ar­ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins næsta haust, en 25 vatta per­ur fá að hanga á markaði ögn leng­ur eða til 2012. Mark­miðið er að fyr­ir lok árs­ins 2016 hafi all­ar hefðbundn­ar glóper­ur vikið fyr­ir spar­neytn­ari per­um, sem áætlað er að geti minnkað orku­notk­un til lýs­ing­ar um meira en 30%. Með minni raf­magns­notk­un má einnig draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Þótt reglu­gerðin eigi ekki við Íslend­inga að öllu óbreyttu ættu þeir þó að geta tekið þátt í um­skipt­ing­unni sárs­auka­laust ef marka má frétta­til­kynn­ingu frá Jó­hanni Ólafs­syni & Co., umboðsaðila OSRAM á Íslandi. Þar kem­ur fram að inn­an við 5% af sölu OSRAM eru hefðbundn­ar glóper­ur, en lang­stærst­ur hluti er sala annarra ljós­gjafa, s.s. halogenpera, flúrpera og ljós­díóða. OSRAM hef­ur lengi unnið að þróun ork­u­nýt­inna ljós­gjafa og fékk m.a. í síðustu viku þýsku sjálf­bærni­verðlaun­in fyr­ir rann­sókn­ar- og þró­un­ar­vinnu á sviði ork­u­nýt­ing­ar. Án þess að hafa sér­stak­lega ætlað sér að hlífa um­hverf­inu er því ekki ósenni­legt að marg­ir Íslend­ing­ar hlíti nú þegar vænt­an­leg­um regl­um Evr­ópu­sam­bands­ins um notk­un sparpera.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert