Tunglið virðist óvenjustórt

Óvenjustórt tungl yfir Öskjuhlíð
Óvenjustórt tungl yfir Öskjuhlíð Morgunblaðið/RAX

Næt­ur­him­in­inn hef­ur skartað sínu feg­ursta yfir Íslandi þessa helg­ina enda og hafa marg­ir ef­laust veitt því at­hygli hve fag­ur­lega fullt tungl skein á heiðum himni. Vís­inda­menn við Kon­ung­legu stjörnu­at­hug­un­ar­stoðina í Bretlandi hafa skýrt frá því að tunglið líti nú út fyr­ir að vera nær jörðinni en það hef­ur verið síðustu 15 ár.

Þetta skýrist af því að braut tungls­ins um jörðina er sporöskju­laga, svo fjar­lægðin frá jörðu er ekki alltaf jafn­mik­il. Nú um helg­ina var fjar­lægðin um 350.000 km þegar tunglið fór hjá norður­hveli jarðar, en það er um 30.000 km nær en það er alla­jafna. Tunglið virðist því vera stærra og bjart­ar en það ann­ars er.

Á aðfaranótt föstu­dags virt­ist tunglið vera um 14% stærra og um 30% bjart­ara en aðra daga á þessu ári, sam­kvæmt banda­rísku geim­ferðastofn­un­inni, NASA. „Það er aðeins á nokk­urra ára fresti sem tunglið er fullt á sama tíma og það er næst jörðu á sport­braut­inni,“ seg­ir stjörnu­fræðing­ur­inn Ma­rek Kukula við BBC vef­inn.  Tunglið virk­ar því stærst þegar það rís og sest, en það er aðeins sjón­hverf­ing.

„Þegar tunglið er nærri sjón­deild­ar­hringn­um túlk­ar heil­inn það þannig að það sé mun stærra en það er í raun, þetta kall­ast tungl­blekk­ing.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert