Andlit grætt á konu í Bandaríkjunum

Maria Siemionow stýrði aðgerðinni.
Maria Siemionow stýrði aðgerðinni. AP

Andlit var grætt á konu í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum fyrir hálfum mánuði og er það í fyrsta skipti sem slík aðgerð er gerð þar í landi en í fjórða skipti sem andlitságræðsla fer fram í heiminum. Aðgerðin er sögð hafa tekist vel.

Skurðlæknirnir Maria Siemionow stýrði aðgerðinni en um 80% af andliti konunnar var endurskapað með andliti látins líffæragjafa. Ekki hafa verið veittar upplýsingar um aldur og nafn sjúklingsins.

Andlit var í fyrsta skipti grætt á sjúkling í Frakklandi fyrir fjórum árum. Þá voru Isabelle Dinoire fékk nýtt andlit eftir að hundur hafði ráðist á hana og bitið. Tvær slíkar aðgerðir hafa verið gerðar síðan, önnur í Kína á bónda, sem skógarbjörn réðist á, og í Frakklandi á manni, sem afmyndaðist af völdum arfgengs sjúkdóms. 

Þeir sem gangast undir slíkar aðgerðir þurfa að taka lyf það sem eftir er ævinnar til að koma í veg fyrir að  ónæmiskerfi líkamans hafni aðkomuvefjunum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert