Höfuðið saklaust

Traustur höfuðbúnaður.
Traustur höfuðbúnaður. Þorkell Þorkelsson

Margir eru sannfærðir um að í miklum kulda skipti öllu máli að verja höfuðið, 40-45% af líkamshitanum streymi frá höfðinu við slíkar aðstæður. En á vefsíðu tímaritsins British Medical Journal segir að þetta séu miklar ýkjur, rétta talan sé um 10%.

 Ritið segir að þessi misvísandi fróðleikur eigi sennilega rætur að rekja til þess að gerð var tilraun í bandariska hernum fyrir langa löngu til að kanna gagnið af vetrarfatnaði fyrir hermenn á heimskautaslóðum. Hitatapið reyndist mest á höfðinu af þeirri einföldu ástæðu að aðrir líkamshlutar voru vel varðir en höfuðið var bert.

,,Sérfræðingar segja að ef þátttakendur hefðu aðeins klæðst sundskýlum myndi hlutfall hitatapsins frá höfðinu ekki hafa verið nema 10%." 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka