Koffín hefur meiri áhrif á karla heldur en konur

Espresso-bolli.
Espresso-bolli. mbl.is/Sverrir

Rótsterkur kaffibolli hefur meiri áhrif á karlmenn heldur en konur, að því er fram kemur í nýlegri vísindarannsókn.

Vísindamenn við Háskólann í Barcelona rannsökuðu 668 heilbrigða sjálfboðaliða. Karlarnir í hópnum fundu fyrir örvun um 10 mínútum eftir að hafa drukkið einn bolla af espresso. Kaffið hafði einnig áhrif á konurnar, en ekki í eins miklum mæli.

Vísindamennirnir segja að áhrifin séu eflaust sálræn að hluta, þar sem líka var notast við koffínlaust kaffi sem einnig hafði örvandi áhrif á sjálfboðaliðana. Frá þessu er greint á fréttavef breska ríkisútvarpsins.

Sjálfboðaliðarnir voru látnir drekka venjulegan espresso með 100 mg af koffíni eða koffínlaust espresso, en í slíkum bolla er aðeins 5 mg af koffíni. 

Vísindamennirnir könnuðu síðan viðbrögð sjálfboðaliðanna næstu mínútur og klukkustundir.

Bæði karlar og konur urðu örari eftir að hafa drukkið venjulegan espresso. Fram kemur að hægt hafi verið að mæla áhrifin mjög fljótt, eða um 10 mínútum eftir að sjálfboðaliðarnir höfðu lokið við kaffibollann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert