Hugsanlegt er ástæðan fyrir því að fólk lætur illa í svefni, hrópar og sparkar vegna illra draumfara sé stundum að um sé að ræða viðvörunarmerki um Parkinsonsveiki eða aðrar tegundir hrörnunar, segir á vef BBC.
Kanadískir vísindamenn rannsökuðu 93 einstaklinga sem sýndu merki um slíkar svefntruflanir. Kom í ljós að meira en fjórðungur þátttakenda greindist með heilahrörnun innan fimm ára frá rannsókninni.