Afeitrunarvörurnar mýta

Það eru fáir sem andmæla því að ávextir eru meinhollir.
Það eru fáir sem andmæla því að ávextir eru meinhollir. Mbl.is/Brynjar Gauti

Það er ekkert sem bendir til þess að vörur sem auglýst er að hjálpi líkamanum að afeitra sig hafi nein áhrif. Þetta hefur BBC eftir vísindamönnum, sem á vegum góðgerðarfélagsins Sense About Science,  dæmdu 15 slíkar vörur sem þeir tóku til rannsóknar „tilgangslausar“. Um var að ræða vöruflokka sem náðu yfir allt frá flöskuvatni til andlitsskrúbbs.

Þeir sem hafa áhyggjur af ofáti og óheilbrigðum lifnaðarháttum yfir jólahátíðina ættu því frekar að neyta hollrar fæðu og gæta þess að fá nógan svefn. 

Rannsókn vísindamannanna er hluti af herferð sem ætlað er að afhjúpa misvísandi fullyrðingar - þar sem að fyrirtæki nota frasa sem sem hljóma vísindalega en sem þýða í raun ekkert.  Voru fyrirtæki sem auglýst hafa vítamínbætt sjampó, afeitrunarplástra og líkamsskrúbb þannig beðin um að færa fram sannanir um hina meintu afeitrun. Í ljós kom að ekkert fyrirtækjanna notaði sömu skilgreiningu á afeitrun og finna má ensku Oxford orðabókinni og í flestum tilfellum neyddust framleiðendur til að viðurkenna að einungis væri um nýtt heiti á eldri vöru að ræða.

„Það er fáránlegt að við skulum vera að sjá endurhvarf til fullyrðinga um dularfulla eiginleika vöruflokka sem framleiddir eru á 21. öldinni og ég er virkilega ánægð með að ungir vísindamenn skuli deila áhyggjum sínum með almenningi,“ hefur BBC eftir  Alice Tuff, frá Sense About Science,"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka