Wikipedia festir sig í sessi

Alfræðiorðabókin Wikipedia vex og dafnar
Alfræðiorðabókin Wikipedia vex og dafnar wikipedia.org

Stofn­un­in sem rek­ur frjálsa al­fræðiritið Wikipedia á net­inu hef­ur með söfn­un frjálsra fram­laga náð því tak­marki sínu að safna 6 millj­ón­um dala, um 730 millj­ón­um kr., á yf­ir­stand­andi fjár­hags­ári sem lýk­ur í júní á þessu ári.

Fjár­mun­irn­ir tóku að streyma inn eft­ir að stofn­andi vef­set­urs­ins, Jimmy Wales, birti þar ákall til vel­unn­ara seinni hluta des­em­ber­mánaðar um að styðja við bakið á al­fræðirit­inu.

Wiki­media stofn­un­in er rek­in fyr­ir frjáls fram­lög og seg­ir að 50 þúsund fram­lög að upp­hæð um 2 millj­ón­ir dala hafi borist á átta dög­um eft­ir að ákallið birt­ist og þar með séu gef­end­ur orðnir rösk­lega 125 þúsund með heild­ar­fram­lög upp á 6,2 millj­ón­ir dala.

Á vefsíðu The Times þykir þetta vel að verki staðið og gefa til kynna að framtíð al­fræðirits­ins sé tryggð þrátt fyr­ir alla úr­tölu­menn og tíða gagn­rýni á ónám­kvæmni í upp­lýs­ing­un­um sem í rit­inu birt­ast. Vef­set­ur Wikipedia er eitt hið fjöl­sótt­asta á net­inu.

Fjár­mun­irn­ir sem safn­ast hafa munu renna til að bæta hug­búnaðinn sem Wikipedia er keyrð á svo og að end­ur­nýja netþjóna henn­ar og til að auka band­vídd­ina til að mæta stöðugt vax­andi um­ferð. Stofn­un­in rek­ur vef­setrið án allra aug­lýs­inga og því eru frjáls fram­lög starf­sem­inni lífs­nauðsyn­leg.

Frá stofn­un Wikipedia árið 2001 hafa stakka­skipti orðið í frá­öfl­un henn­ar. Stofn­un­in fékk 1,3 millj­ón­ir dala með fram­lög­um fyr­ir tveim­ur árum (áður hafði hún ein­göngu verið rek­in af sjálf­boðaliðum) og 2,2 millj­ón­ir dala á síðasta ári. Í mars á síðasta ári fékk vef­setrið 3 millj­ón­ir að gjöf frá Al­ferd P. Sloan stofn­un­inni og greiðist 1 millj­ón dala á ári á næstu þrem­ur árum.

Talsmaður Wikipedia-stofn­un­ar­inn­ar, Jay Walsh, seg­ir að meg­in mark­miðið á ár­inu verið að efla aka­demíu henn­ar enn frek­ar. Starfs­menn henn­ar verði þá send­ir til stofn­ana og há­skóla um all­an heim til viðræðna við sér­fræðinga á hinum ýmsu sviðum, að hluta til í von um að draga fræðimenn og sér­fræðinga há­skól­anna enn frek­ar að upp­bygg­ingu á al­fræðirit­inu.

Í þakk­ar­bréfi til gef­enda sagði Jimmy Wales: „Þið hafið sýnt í verki að Wikipedia skipt­ir ykk­ur máli og að þið styðjið keppikeflið okk­ar: að færa heim­in­um frjálsa þekk­ingu án gjald­töku og án aug­lýs­inga.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert