Gátan um þorskinn leyst

mbl.is/Brynjar Gauti

Norskir vísindamenn hafa nú komist að því hvers vegna þorskstofnar í Norðursjó og við suðurstrendur Noregs þola heitari sjó en stofnar við strendurnar í norðri og í Barentshafi. Ástæðan er sögð vera stökkbreyting, að því er greint er frá á fréttavef Aftenposten sem vitnar í blaðið Fiskaren.

Vísindamennirnir, sem starfa við Nofima Marin, segja að vegna stökkbreytingarinnar séu stofnarnir tveir. Annars vegar stofn sem forðist meðalhita yfir 12 stigum þar sem hann eigi erfitt með að binda súrefni við hærri hita og hins vegar stofn sem forðist meðalhita yfir 8 stigum.

Haft er eftir vísindamanninum Øjvind Andersen að þar sem hitastig sjávar í norðri sé enn lágt sé ekki hægt að útskýra mismunandi mikla þorskgengd  í norðri með hlýrri sjó. Árlegur meðalhiti í Norðursjó hafi hækkað en ekki náð 12 stigum. Búist er við að hitastigið hækki um 0,5 til 1 gráðu næstu 11 árin. Það er mat Andersen að hlýnunin leiði til þess að fiskurinn hörfi norður og hverfi þar með frá mörgum svæðum. Hann segir stofnana staðbundna og komi sennilega ekki aftur á þann stað sem hann hefur horfið frá.

Anderson spáir ekki góðu ástandi við Færeyjar. Innan við1 prósent þorsksins þar sé stofn sem forðist hita yfir 12 stigum. Vísindamaðurinn gerir ráð fyrir að þorskurinn þar flytji sig á norðurslóðir. Spurningin sé hins vegar hversu langan tíma það taki áður en stofnarnir færi sig norður vegna hlýnunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert