Stoltir af samstarfi við CCP

Hilmar Veigar Pétursson er framkvæmdastjóri CCP sem gefur út tölvuleikinn …
Hilmar Veigar Pétursson er framkvæmdastjóri CCP sem gefur út tölvuleikinn Eve Online. Frikki

Á vefsíðu Microsoft í Bandaríkjunum er íslenski leikjaframleiðandinn CCP nefndur sérstaklega sem einn af notendum ofurtölvutækni Microsoft, Microsoft HPC Server 2008.

Halldór Jörgensson, forstjóri Microsoft á Íslandi, segir CCP hafa verið leiðandi í nýrri notkun ofurtölva. „Ofurtölvur og ofurtölvutækni hafa lengi verið notuð til flókinna útreikninga, s.s. eins og við rannsóknir eða veðurspár. Við þær aðstæður er álag á ofurtölvurnar fyrirsjáanlegt, en í tilfelli CCP hefur fyrirtækið þurft að glíma við mjög handahófskennt álag á netþjóna sína.“ CCP á og rekur fjölnotendatölvuleikinn EVE Online og þarf tölvubúnaður fyrirtækisins að geta þjónustað þau 300.000 manns sem spila leikinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert