Áhrif „gúgls“ á umhverfið

„Gúglað“ á netinu.
„Gúglað“ á netinu. Reuters

Tvær leit­ar­beiðnir á vefsíðu Google-leit­ar­vél­ar­inn­ar fram­leiða jafn­mikið af kolt­ví­sýr­ingi og ger­ist þegar fólk sýður vatn í katli. Þessu held­ur fræðimaður við Har­vard-há­skól­ann í Banda­ríkj­un­um fram.

Banda­ríski eðlis­fræðing­ur­inn Alex Wis­sner-Gross hef­ur rann­sakað áhrif þess að „gúgla“,þ.e. að leita á vefsíðu Google, á um­hverfið.

Eðlis­fræðing­ar, sem leggja áherslu á um­hverf­is­mál, hafa áhyggj­ur af áhrif­um upp­lýs­inga­tækn­inn­ar á um­hverfið, að því er seg­ir á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins.

Google hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu um málið þar sem fram kem­ur að fyr­ir­tækið taki þetta al­var­lega. Þá er tekið fram að lít­il orka fari í hverja leit á síðunni.

Á vef BBC kem­ur fram að ný­leg rann­sókn hafi metið það svo að upp­lýs­inga­tækni­geir­inn í heim­in­um fram­leiði álíka mikið af gróður­húsaloft­teg­und­um og öll flug­fé­lög heims.

Rann­sókn Wis­sner-Gross leiddi í ljós að dæmi­gerð leit á Google, sem er fram­kvæmd í venju­legri borðtölvu, fram­leiði um það bil 7 grömm af kolt­ví­sýr­ingi.

Tvær leit­ir jafn­gildi því um 14 grömm­um sem sé álíka mikið magn af kolt­ví­sýr­ingi og fer í að sjóða vatn í raf­magnskatli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert