Kínversk stjórnvöld hafa lokað 91 vefsíðu vegna kláms og annars ósiðlegs efnis sem þar er að finna. Jafnframt hefur vefsíðum með pólitísku efni verið lokað, að því er segir í tilkynningu frá stjórnvöldum.
Meðal annars var vefsvæðinu Bullog.cn, þar sem margir blogga um pólitísk málefni, lokað.