Microsoft bregst við hruni í hópferðum

AP

Microsoft á Íslandi hefur ákveðið að halda ráðstefnu hér á landi 19. og 20. janúar nk. þar sem farið verður yfir það helsta sem kom fram á tveimur alþjóðlegum ráðstefnum undir lok síðasta árs. Er Microsoft með þessu að bregðast við minnkandi eftirspurn starfsmanna íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja í hópferðir á ráðstefnur og námskeið á vegum Microsoft erlendis.

Árið 2007 fóru um 350 manns á helstu ráðstefnur Microsoft erlendis en á síðasta ári fóru aðeins um 60 manns í svipaðar ferðir. Hér á landi verða kynnt erindi og fluttir fyrirlestrar af ráðstefnunum TechEd í Bandaríkjunum og Convergence í Danmörku. Aðgangur verður ókeypis en ráðstefnan er einkum ætluð tæknimönnum, forriturum og stjórnendum tölvudeilda. Segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, þetta vera framlag fyrirtækisins til eflingar íslenskrar upplýsingatækni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka