Mikið af metangasi hefur fundist á þrem stöðum á plánetunni Mars, að sögn BBC. Gasið streymir upp úr jarðveginum og er skýringin annaðhvort jarðfræðileg virkni eða þá að gasið á sér lífrænar orsakir.
Fimm ár eru síðan metan var fyrst greint á Mars. Nú hefur komið í ljós að það eyðist ekki í sólinni eins og það ætti að gera ef um stundarfyrirbæri væri að ræða heldur er uppstreymið stöðugt. Ekki er enn ljóst hvort gasið á sér rætur langt aftur í fortíðinni nútímanum, að sögn vísindamanna.
Sé uppruninn af lífrænum toga vakna spurningar um það hvort örverur geti hafa lifað í óratíma fyrir neðan sífrerann í jarðlögum Mars.